1. Þáttur - Í þágu vinsældaHér er það útskýrt hvers vegna dómstólar fara ekki með vald til að setja nýjar lagareglur. Talað er um að viðleitni til að komast að samkomulagi um dómsniðurstöður í fjölskipuðum dómum og hvernig sú viðleitni hamlar því að niðurstöður ráðist af beitingu réttarheimilda, eins og skylt er. Hann kynnir gátlista um meðferð sakamála sem hann sendi öllum dómurum landsins. Hann víkur einnig að dómsmálum í kjölfar bankahrunsins, þar sem Hæstiréttur virðist hafa reynt að afla sér vinsælda fremur en að dæma eftir lögum.