Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið

Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið

Í þessum þætti veltum við fyrir okkur AÐLÖGUNARHÆFNI mannkyns og framtíð okkar á Móður Jörð. Gestur þáttarins er Vala Kristín Eiríksdóttir, leikkona og handritshöfundur. Við veltum upp spurningum um framtíð mannkyns og yfirvofandi sjálfstortímingu Homo sapiens, loftslagsmál og þægindi, æðruleysi og ímyndunarafl. Af hverju höldum við bara áfram að borða kjöt og fljúga til Tene þó við vitum að það sé að rústa jörðinni okkar? Hvernig björgum við okkur frá þeirri sjálfstortímingu sem við vinnum að hvern einasta dag? Trúum við því að þetta muni allt reddast einhvern veginn á endanum? Munum við bara aðlagast breyttu loftslagi? Er erfiðara að hætta einhverju heldur en að byrja á einhverju nýju? Hvernig var samtakamátturinn í fyrstu bylgjum Covid-19 öðruvísi en í loftslagsaðgerðum? Er sú hætta of fjarri okkur? Nennum við þessu hreinlega ekki? Er Homo sapiens, hin hugsandi skepna, dæmd til þess að lenda alltaf einhversstaðar á milli, í gjánni milli hugsjóna og skepnuháttar? Lykillinn að hamingjunni, hin mannlega mótsögn, sýndarveruleiki og Tenerife-glerbúr á Eiðistorgi.

#10 - Þetta fullorðna fólk aðlagast ölluHlustað

28. mar 2022