Íþróttafélögin FH og Haukar í Hafnarfirði hafa mikil ítök og áhrif á bæjarmálapólitíkina í Hafnarfirði.
Nýi bæjarstjórinn segir að vægi þessara íþróttafélaga í samfélaginu í Hafnarfirði sé meira en gengur og gerist í öðrum sveitarfélögum sem hann þekkir til í. Fyrrverandi bæjarfulltrúi segir allt of lengi hafi hagsmunir þessara tveggja félaga litað kosningar og ákvarðanatöku í Hafnarfirði of mikið.
Fjallað er um þetta í tengslum við nýlega umræðu um byggingu knatthússins Skessunnar í Hafnarfirði. Hafnarfjarðarbær er nú á lokametrunum að ganga frá kaupum á knatthúsinu af FH. Umdeilt var á sínum tíma hvort FH ætti sjálft að byggja knatthúsið eða hvort bærinn ætti einfaldlega að sjá um það sjálfur.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Ítök og áhrif íþróttafélaganna í samfélaginu í Hafnarfirði