Þetta helst

Þetta helst

Fyrir tveimur árum var El Salvador hættulegasta land í heimi með hæstu morðtíðni veraldar. Síðan hefur morðtíðnin hríðfallið en í staðinn er El Salvador það land í heiminum með hlutfallslega flesta þegna sína í fangelsi. Íslendingurinn Jón Þór Ólafsson var myrtur á hrottafenginn hátt af gengjameðlimum þar í landi árið 2006. Samstarfsmenn hans segja okkur frá andrúmsloftinu í landinu ógninni af gengjunum. Hólmfríður Garðarsdóttir sérfræðingur í rómönsku Ameríku segir frá því upp úr hverju gengjamenningin sprettur.

Öllum gengjameðlimum El Salvador stungið í steininnHlustað

21. jún 2024