Þetta helst

Þetta helst

Með slitum Bjarna Benediktssonar á ríkisstjórnarsamstarfinu við Vinstri græna og Framsóknarflokksins lýkur sögulegu tímabili í íslenskri stjórnmálasögu. Einungis einu sinni áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn unnið með þeim flokki sem er lengt til vinstri á Alþingi. Þetta var árunum 1944 til 1947 þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Sósalístaflokkurinn ,,eyddu flokkarígnum og sameinuðu krafta sína”, eins og Ólafur Thors formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það. Hann varð forsætisráðherra í Nýsköpunarstjórninni sem Alþýðuflokkurinn var einnig hluti af ásamt Sósíalistaflokknum. Líkindi þessara tveggja ríkisstjórna eru nokkur þar sem mikið traust ríkti á milli formanna Sjálfstæðisflokksins og vinstri flokksins í þeim báðum. Ólafur Thors og formaður Sósíalistaflokksins, Einar Olgeirsson, náðu vel saman og mikið traust ríkti á milli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. Rætt er við Guðmund Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, um það sem er líkt með Nýsköpunarstjórninni og ríkisstjórninni sem nú er frá og Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem hefur unnið með bæði Bjarna og Katrínu.

Límið í sögulegum ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokksins og ,,sósíalista”Hlustað

17. okt 2024