Þetta helst

Þetta helst

Fjórir lífeyrissjóðir eru meðal 20 stærstu hluthafa flugfélagsins Play sem nú stendur á tímamótum eftir að greint var frá yfirtökutilboði tveggja hluthafa félagsins í vikunni. Þessi hluthafar eru forstjórinn Einar Örn Ólafsson og Elías Skúli Skúlason, sem er varaformaður stjórnar. Hluthafar Play munu tapa miklum peningum ef líkum lætur. Hluthöfum Play stendur til boða að ganga að yfirtökutilboðinu eða að halda áfram að vera hluthafar í flugfélaginu með þeim Einari Erni og Elíasi Skúla. Ólafur hjá Birtu segir að sjóðurinn hafi ekki tekið ákvörðun um hvorn kostinn sjóðurinn muni velja. Hvernig túlkar Jón Karl Ólafsson, sem er fyrrverandi forstjóri Icelandair og fyrrverandi eigandi flugfélagsins Primera Air, þessa stöðu Play?Jón Karl undirstrikar því að kostir hluthafa Play í stöðunni hafi verið þrír: Að leggja félaginu til nýtt hlutafé, að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta á Íslandi eða að fara þessa leið. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson

Stjórnendur Play höfðu þrjá kosti í stöðunniHlustað

12. jún 2025