Þjóðmál

Þjóðmál

Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá APM Terminals, ræðir um starfsemi félagsins sem rekur hafnir út um allan heim, stöðuna í alþjóðlega flutningakerfinu og alþjóðaviðskiptum, hvaða áhrif mögulegt tollastríð getur haft til skemmri og lengri tíma, hvaða áhrif truflum á siglingaleiðum getur haft og fleira þessu tengt. Þá er einnig rætt um stöðuna á Mílu og Skel, en Birna Ósk situr í stjórn beggja fyrirtækja. Rætt er um aðkomu franska innviðafjárfestingasjóðsins að Mílu og uppbyggingu hér á landi, mikilvægi þess að laða að erlenda fjárfestingu, hvernig starfsemi Skeljar gæti þróast með ólíkum fjárfestingum og margt fleira.

#312 – Birna Ósk fjallar um stöðuna í alþjóðaflutningumHlustað

28. apr 2025