Orri Hauksson og Þórður Gunnarsson fara yfir allt það helsta, hvort að sala á ríkisfyrirtækjum eigi sér hugmyndafræðilegar rætur eða bara praktískar rætur í bókhaldi ríkisins, um það sem forsætisráðherra kallar „erfiðar aðgerðir á tekjuhliðinni“ en aðrir kalla skattahækkanir, þau áhrif sem boðaðar skattahækkanir á sjávarútveginn eru byrjuð að hafa, um uppbyggingu og framtíð fiskeldis hér á landi, seljendalán Reykjavíkur til nýrra eigenda Perlunnar, endurvinnslu frétta hjá ríkisfjölmiðlinum, um hlutverk og starfsemi eftirlitsstofnana og margt fleira.
#319 – Helgarvaktin með Orra Haukssyni og Þórði Gunnarssyni