Þjóðmál

Þjóðmál

Andrés Magnússon og Örn Arnarson fara yfir allt það helsta, stjórnarmenn Rúv sem ætla að læra að lesa ársreikninga, golfáhuga sjávarútvegsráðherra, stöðuna í þinginu sem er enn starfandi, nýtt bankaráð Seðlabankans, pantaða niðurstöðu í gjaldeyrismálum, undarlega fánahyllingu við ráðhúsið og margt fleira áhugavert. Þá ræðum við sérstaklega þann merka viðburð sem átti sér stað í vikunni þegar Páll Gunnar Pálsson fagnaði því að hafa gegnt stöðu forstjóra Samkeppniseftirlitsins í heil 20 ár. Við rifjum upp margt af því helsta sem átt sér stað á þeim tíma sem liðinn er, hvort að „reiknaður ábati“ af starfsemi eftirlitsins sé hugtak sem hægt sé að styðjast við og margt fleira.

#331 – Helgarvaktin með Andrési og Erni – 20 ár af Páli Gunnari og áfram höldum viðHlustað

03. júl 2025