Eyasey veyjo aweyjo
Í þætti vikunnar mætti til okkar trommuþræll Íslands og veiðimaðurinn Arnar Rósenkranz Hilmarsson.
Arnar er kannski flestum hlustendum kunnur sem meðlimur hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, en við þekkjum hann sem Arnar veiðimann.
Arnar hefur stundað stangveiði frá unga aldri og er ekkert að stoppa.
Veiðilendur Arnars hafa verið um allt land og laxinn er þar í fyrirrúmi, en hann er nú samt sem áður í silung og sjóbba líka. Einnig hefur hann getið sér gott orð í fluguhnýtingum og við köfum aðeins í djúpið þar líka.
Það fór vel á með okkur þannig njótið því við nutum.
HEY!
#50 - Of Flies and Fish - Arnar Rósenkranz Hilmarsson