Aaeyseyja aveyjó aveijó.
Jæja, þá er þáttur vikunnar að þessu sinni að bakka til ykkar með fullt skott af skemmtun og fræðslu. Gestur þáttarins er enginn annar en fyrrum dælumaðurinn, kokkurinn og umfram allt veiðimaðurinn Ísak Vilhjálmsson.
Það eru nokkrir staðir sem standa honum næst hjarta í veiðinni og förum við nokkuð ítarlega yfir þá í þættinum, hvernig hann kynntist þessum stöðum og hvernig hann svo féll fyrir þeim í kjölfarið.
Þetta er að sjálfsögðu Mývatnssveitin og Þingvallavatn. Einnig tölum við um hina og þessa hluti og aðferðir í veiðinni.
Þátturinn er ekki eins upp settur og vanalega því gestastjórnandinn í þessari viku var enginn annar en Caddis-bróðirinn Hrafn Ágústsson sem vildi prófa nýtt fyrirkomulag í þættinum sem var ansi skemmtilegt.
Hrafn þarf varla að kynna fyrir nokkrum veiðimanni. Hann er annar bróðirinn í Caddis-bræðrum og einn þriggja í hópnum Tökustuð. Hrafn er magnaður veiðimaður og hnýtari og um fram allt góður drengur.
Við vonum að þið hafið notið við nutum.