Heill þáttur um eitt af eftirminnilegustu og dáðustu gítarsólóum þungarokkssögunnar... Því eins og Snorri Barón sagði: „Gítarsóló eru framtíðin.“ Þetta vita öll.Smári Tarfur og Birkir Fjalar velta fyrir sér stórleik og margra hæða músíkölsku sólói Alex Skolnick (Testament, Savatage, Metal Allegiance, Trans-Siberian Orchestra) í titillagi plötunnar Practice What You Preach (1989) með Testament. Þeim til fulltingis voru Sigurgeir Sigmundsson (Drýsill, Gildran, Big River Band o.fl.), Þráinn Árni Baldvinsson (Skálmöld, Kalk, Klamedía X) og Sigurjón Óli Gunnarsson (Devine Defilement, Epidermal Veil, Holdris et al).Á einhvern lífrænan máta þróast þátturinn yfir í minningar um og velþóknun á Björgvini Gíslasyni, gítarleikara og mannvin, en hann lést fyrir skemmstu. Blessuð sé minning hans.Tónlistin í þættinum:- SEVEN SPIRES "Almosttown" (2024)- PELICAN "Á sprengisandi" (1974)Við minnum fólk á að fylgja okkur, Stokkið í eldinn, á Instagram og Facebook!Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf.
018. Practice What You Preach; sóló Alex Skolnick (Þráinn Skálmöld, Sigurgeir Sigmundsson og Sigurjón Óli (Devine Defilement)