Sannast hið fornkveðna að á misjöfnu þrífast börnin best. Þetta vita Smári Tarfur og Birkir Fjalar. Hvað hefur það með nokkurn skapaðan hlut að gera, eða öllu heldur, með þetta hlaðvarp og þessa miklu þögn? ...Það veit enginn.Af hverju hefur engin þáttur farið í loftið síðan 3. júní síðastliðinn? Svörin er að finna í þessum ólgandi þætti. Ólgandi!Hvað sem því líður þá lifir Stokkið í eldinn. Lifi!Tónlistin í þættinum:- GRAVESLIME "Double Damage" af Roughness And Toughness (2003)Við minnum fólk á að fylgja okkur, Stokkið í eldinn, á Instagram og Facebook!Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf.