Þungarokksþátturinn - Stokkið í eldinn

Þungarokksþátturinn - Stokkið í eldinn

Fréttaritari Stokkið í eldinn í Þýskalandi, Smári Tarfur, sendir hlustendum hljóðpistil af dýrari sortinni. Hann skjalfestir þá merku stund er hann fór á tónleika með hjartasveit sinni Carcass. Carcass stigu á stokk í LKA Longhorn, Stuttgart (16. jan. 2025) ásamt Brujeria, Rotten Sound. Saman voru sveitirnar á tónleikaferðalegi sem nefnt var Europa Rigor Mortis Tour Part 1.Frá Gestseyri í Patreksfirði, Rafbúð Jónas Þórst til Berlínar og því næst Stuttgart Ásgeirs Sigurvinssonar. Smári Tarfa Jósepsson talar úr lestarstöð...CARCASS - Cadaver Pouch Conveyor System af Surgical Steel (2013)MORPHOLITH - Dismalium af Dystopian Distributions Of Mass Produced Narcotics (2024) Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöfÞessi þáttur hefði ekki verið mögulegur án Málmsmiðjunnar. Málsmiðjan er viðtalshlaðvarp með fókusinn á þungu Íslensku rokki af öllum gerðum. Frábær viðtöl og heimild. Besta leiðin til að kynnast persónum og leikendum Íslenska jaðarssin.Málmsmiðjan er á Spotify. 

028. Bréf frá Tarfinum (CARCASS, Brujeria og Rotten Sound í Stuttgart)Hlustað

31. jan 2025