Í smábæ einum í Frönsku-Kanada leystist úr læðing dauðarokksafl svo ægilegt að ennþá eimir af áhrifum og keðjuverkun þess sem bílskúraðist og blandspólaðist af stað árið 1989. Gorguts var það heillin! Við erum á jaðrinum, því þrátt fyrir veru sína hjá Roadrunner útgáfunni og að frumraunin, Considered Dead (1991), hafi verið tekin upp af hinum goðsagnakennda Scott Burns, í hinu sögufræga Morrisound hljóðveri, þá náðu Gorguts ekki að gægjast upp úr fjöldanum. Og þeir fóru enn dýpra ofan í pittinn á annari plötu sinni, Erosion of Sanity (1993) sem hér liggur til grundvallar. Því meistaraverki, að Birki finnst. Hvað finnst Tarfinum?Tíminn hefur farið vel með Considered Dead, þ.e.a.s., hún á sér marga aðdáendur enda skartar hún eftirminnilegu og grípandi dauðarokki undir áhrifum þess tíma. Þriðja platan, Obscura (1998), kom óvænt út eftir langt hlé, þá höfðu mörg afskrifað sveitina. En sú plata snéri hugmyndum okkar um dauðarokk á hvolf, svo um munaði. En á undan henni kom Erosion Of Sanity, sem er einhvernvegin týnd á milli tveggja platna sem rata, af einhverri ástæðu, oftar á varir fólks. Hvað veldur og á hún þetta skilið?Sérstakur gestur þáttarins er Ingólfur Ólafsson, sérlegur æðsti dauðarokksprestur Íslands, en hann hefur m.a. gert kirkjugarðinn frægan með Severed Crotch og Ophidian I og nú síðast Devine Defilement og Epidermal Veil. Einnig fer hann fyrir tónlistarhátíðum á borð við Reykjavík Death Fest. Hann segir okkur frá sambandi sínu við Erosion Of Sanity.Við minnum fólk á að fylgja okkur á Instagram og Facebook! Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf.