Á undan Anselmo var Glassúrinn.Það er þessi eilífi vandræðagangur á Pantera alla daga. Þannig hefur það verið síðan við vorum peyjar. Eins og öll vita urðu Pantera stærri en lífið sjálft og þannig var það lengi, lengi. En svo var hvíslað að manni að fortíð þeirra, tónlistarleg fortíð þeirra, væri þyrnum stráð. Hernig stóð á því? Er þetta ekki bara búin að vera heljarinnar sleggja síðan Kúasmalar helvítis kom út? Er það ekki útgangspunkturinn góði? Svo er víst ekki. Áður en sú platan reið röftum þá var Pantera dæmigerður 9. áratugs hárgreiðslumetall (eða svo er sagt). Hair metal! Glam metal! Mikið eitís. Hard rockin' dudes! Einhvernveginn varð það þannig að plöturnar fjórar sem út höfðu komið fyrir Cowboys From Hell voru ekki til. Horfnar, nánast sporlaust. Pantera töluðu ekki um þessa vafasömu fortíð sína. Aðdáendur sveitarinnar létu sem þessar plötur tilleyrðu einhverjum öðrum og annar þáttarstjórnenda Stokkið í eldinn afneitaði þessu alfarið að því leitinu að hann lét aldrei verða að því að svo mikið sem renna einni "svona plötu" í gegn. Þar til nú.Á plötunum Metal Magic (1983), Projects in the Jungle (1984) og I Am the Night (1985) er að finna vísbendingar um hvaða Pantera kom og hvað þeir áttu eftir að gera. Er eitthvað varið í þessar plötur? Eiga þær erindi? Eru þær jafn hjákátlegar og fólk vera láta? Jafn ömurlega misheppnaðar og myndirnar á umslögunum? Sitt sýnist hverjum. Pælum í þessu saman.Tónlistin í þættinum:- CHANGER "River of Bones" af Pledge Of The Dying.- ÓREIÐA "The Eternal" af samnefndri plötu. - GRAFNÁR "Ómennsk" af samnefndri útgáfu.Við minnum fólk á að fylgja okkur á Instagram og Facebook! Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf