Þungarokksþátturinn - Stokkið í eldinn

Þungarokksþátturinn - Stokkið í eldinn

Hvað með Anthrax?Þetta þarf að ræða. Þetta verður að ráðast. Eða hvað? Neinei, fyrst og fremst er yndislegt að tala um tónlist og samtalið er lifandi og í stöðugri þróun. En. Og þetta er stórt en. Stundum hefur fólk rangt fyrir sér. Einfaldlega. Og þó...Smári Tarfur og Birkir Fjalar velta fyrir sér hvernig það megi vera að enn sé Anthrax fyrsta sveitin til að detta út af Big 4 of Thrash sé yfirleitt spurt hvort önnur sveit eigi að taka stað Metallica, Slayer, Anthrax og Megadeth. Metalbræðurnir klóra sér í höfðinu og einkennist samtalið af koffínæði annars þeirra og viðleitni hins til að komst lífs af úr hljóðveri. En það besta við þetta viðfangsefni, hvort sem það er í endurskoðun eða ekki, er að velti þú steinum, þá kemur eitthvað nýtt upp en umfram allt tala öll um þetta mál af ástríðu, ákefð og sannfæringu. Því er ekki öðruvísi farið í tilfelli Tarfs og Fjalars.Auk þessa aðalmáls þá fara þáttastjórnendur yfir fréttir... Þungarokksfréttir! Þetta er nýbreytni sem við vonum að leggist vel í hlustendur.Gestur þáttarins er Peter Carparelli, forsprakki Bloodletter, sem er þungarokkssveit frá vindhanaborginni Chicago í Bandaríkjunum.Tónlistin í þættinum:- BLOODLETTER "Poisenous Affair" af Malignancy.- NECKSPLITTER "Uroxicide" af Exponential Trauma. - WILD BEYOND "Sculpting The Abyss" af samnefndri plötu.- NIGHTMARER "Throe Of Illicit Withdrawal" Við minnum fólk á að fylgja okkur á Instagram og Facebook! Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf.  

004. Anthrax (Big Four)Hlustað

5. mar 2023