Þungarokksþátturinn - Stokkið í eldinn

Þungarokksþátturinn - Stokkið í eldinn

Verkefnið er ærið og grafalvarlegt. Svartmálmurinn er kóngurinn hér á landi og þannig hefur það verið í áraraðir frá og með sveitum á borð við Carpe Noctem, Chao, Svartidauði, Finngálkn svo einhverjar séu nefndar. En hvað var í gangi áður en sú markverða og heimsþekkta bylgja hófst? Var eitthvað þarna (Flames Of Hell, Forgarður Helvítis, Sólstafir?) sem hægt er að setja undir sömu reghnhlífina og kalla með sönnu fyrstu bylgju svartmálm? Til að tækla dæmið voru gárungarnir og grúskararnir Eyvindur Æðsti-Prestur Gauti og góðvinur þáttarins Magnús Halldór Pálsson, settir í rökstóla hvar þeir völsuðu um myrk og köld skúmaskot minninga sinna og Íslands sem var; kalt, miskunarlaust og áfengiseitrað. Guðmundur "Muggur" Helgi; minning þín lifir. Tónlist í þættinum:MIND AS MINE -  Author of Your Dreams af Fire & Ice - An Icelandic Metal Compilation (1997)ÁMSVARTNIR - In Darkness af Demo (1996)Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf.

025. Íslenskur svartmálmur (fyrsta bylgjan) m. Eyvindi Gauta og Magnúsi PálssyniHlustað

13. okt 2024