Þungarokksþátturinn - Stokkið í eldinn

Þungarokksþátturinn - Stokkið í eldinn

Þungarokksbræðurnir standa oft á gati þegar Human plata Flórídarisanna í Death ber á góma. Ástæðan er einföld; þegar um tímamótaverk er að ræða - sem tíminn fær ekki bitið á - þá verður lotningin slík að hún breytist nánst yfir í óttablandna virðingu. Það er svo ægilega mikið sem loðir við foringja sveitarinnar, frumkvöðulinn Chuck Schuldiner, og hans áhrif á þungarokkið æ síðan hann gaf út sína fyrstu plötu. En það er meira. Hann var ólíkindatól og vandræðapési, en þó ekki í hefðbundnum þungarokksskilningi þessara orða. Hann er engin Philip Anselmo eða Tommy Lee. Hann er eitthvað annað. Miskilið nörd? Sérhlífinn fýlupúki? Yfirgaf hann hljómsveit sína á miðju tónleikaferðalagi og þeir þurfti að spila án hans, söngvaralausir? Já. Hnakkreifst hann við umboðsmann sinn og sagði honum upp og réði eins og um jójó væri að ræða? Já. Skipti hann meðlimum út og inn án þess að láta þá vita? Ó já. Er hann einn af allra bestu lagasmiðum og útsetjurum þungarokksins? Jahá!Blessuð sé minning meistarans!Og já, Birkir mismælti sig þegar hann sagði "Flight of Icarus" í stað "Where Eagles Dare"! Gerist á bestu...En, er Human merkasta dauðarokksplata allra tíma? Það getur bara vel verið. Er Human besta plata Death? Eigum við ekki að komast að því í sameiningu?Sérstakur gestur þáttarins er okkar eigið undrabarn og snillingur, Magnús Halldór Pálsson (Forgarður Helvítis, Changer, Dark Harvest, Vetur, Beneath o.s.frv.).Tónlistin í þættinum:-  BLOODLETTER "Blood Is Life" af netskífu (2023)- GADDAVÍR " Heimabæjarhetja" af Haltu kjafti ég hef það fínt (2022)Við minnum fólk á að fylgja okkur, Stokkið í eldinn, á Instagram og Facebook! Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf. 

007. Death - Human (Magnús Halldór Pálsson)Hlustað

3. jún 2023