Aron Ólafsson var framkvæmdastjóri RÍSÍ í rúm fimm ár. Nú er hann farinn á ótroðnar slóðir hjá Solid Clouds og kemur því til Arnórs Steins og Gunnars og gerir upp RÍSÍ tímann.
Rafíþróttir urðu í stuttu máli risastór hluti af íslensku samfélagi á mjög stuttum tíma.
Við ræðum stöðuna í dag, hvernig þetta er búið að vera og hversu geggjað það er að krökkum er ekki lengur strítt fyrir að spila tölvuleiki.
Nei samt í alvörunni - það er GEGGJAÐ <3
Takk fyrir þín störf og gangi þér vel í því næsta, Aron!
Þessi þáttur verður einnig okkar síðasti í myndbandsformi í einhvern tíma. Meira um það síðar!
Þátturinn er í boði Elko Gaming.