Einn af þessum stóru er kominn út og við gerum að sjálfsögðu þátt.
Return to monke er þema leiksins, soulslike unninn upp úr kínverskri goðafræði, með fluid bardagakerfi, stórfurðulegum óvinum og mikilvægast (fyrir Arnór Steinn og Gunnar allavega) þá er engin alvöru refsing fyrir það að deyja.
Leikurinn hefur fengið gagnrýni fyrir skort á fjölbreytileika og strákarnir ræða það í þaula.
Hvað fannst þér um Black Myth Wukong?
Þátturinn er í boði Elko Gaming.