Það er kominn tími á smá jákvæðni. Tölvuleikjaspjallið hefur fjallað um ansi marga framleiðendur og flestir þeirra eiga skilið nokkuð neikvæða umfjöllun.
Nú söðlum við um. Arnór Steinn og Gunnar fjalla um NAUGHTY DOG - fyrirtæki sem hefur síðustu ár verið á meðal þeirra fremstu í tölvuleikjum. Uncharted og The Last of Us eru fáein dæmi. Við köfum í söguna á Naughty Dog og sjáum hvað okkur finnst.
Nú er nýr leikur væntanlegur frá þeim. Við hverju má búast?
Hvað finnst þér um leikina frá Naughty Dog?
Þátturinn er í boði Elko Gaming.