Helgin síðasta var STÚT full af kynningum fyrir spennandi leiki ársins. Star Wars Outlaws, Lego Horizon, munkabruggleikur og margir fleiri.
Arnór Steinn og Gunnar taka best of og það kemur á óvart hvað hver er spenntur fyrir hverju.
Er Arnór raunverulega að peppa Assassin´s Creed leik? Er Gunnar að fara að kaupa gæludýra-farming leik á degi eitt?
Hlustið og tékkið á því! Þessi og næsti þáttur (209 – Hellblade 2) tengjast því við tókum þá upp einn á eftir öðrum. Þeir koma BÁÐIR út í dag!
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
208. Star Wars Outlaws, Dragon Age Veil Guard, Indiana Jones og aðrar leikjakynningar júní 2024!