Sara Björk Másdóttir er ung en reynslumikil þegar kemur að frumkvöðlastarfi. Í þættinum talar hún um aðkomu sína að því að koma á fót hagsmunasamtökum kvenna í upplýsingatækni innan Háskóla Íslands, Reboot Hack og nýsköpunarfyrirtækinu Fractal5, sem voru að ganga frá fjármögnun. Hún talar líka um tíma sinn í San Fransico þar sem hún vann í bandarísku nýsköpunarsenunni. Við fáum að kynnast nýsköpunarsenunni almennt og hvað þarf að hafa í huga þegar þú stofnar nýtt tæknifyrirtæki.
12 - Sara Björk Másdóttir, Fractal5 og startup-senan