Freyja Haraldsdóttir ræðir við fatlað og langveikt fólk sem hefur með aðgerðum sínum og listsköpun hreyft við samfélaginu og stuðlað að auknu réttlæti fyrir jaðarsetta hópa. Samtölin fara fram við eldhúsborðið, einmitt þar sem hugmyndir gjarnan kvikna, dýrmæt samtöl eiga sér stað, tengsl myndast og kjarkurinn til þess að taka sér pláss og rjúfa þögn verður til. Ritstjórn og samsetning: Guðrún Hálfdánardóttir.