Þegar Hobbitanum Fróða áskotnast gullhringur með dulda krafta, þarf hann að taka á honum stóra sínum til að standast töfra hringsins. Hann ákveður ásamt vini sínum Gandálfi að koma hringnum fyrir kattarnef og eyða honum í Dómsdyngju þar sem hann var fyrst búinn til, það er að segja vísa honum aftur til föðurhúsanna. Hann á langa leið fyrir höndum og fær því hjálp frá allra þjóða kvikindum.
117 Hringavitleysa I: Ferðaveldið (Lord of the Rings I: The Fellowship of the Ring)