Bryndís Jóna Jónsdóttir átti frábært núvitundarspjall við þrjár okkar úr hópi Meðvitaðra foreldra sem jafnframt eru eða hafa verið nemendur hennar hjá Háskóla Íslands, þar sem hún starfar sem aðjúnkt. Bryndís er jafnframt núvitundarkennari hjá Núvitundarsetrinu, með MA diplóma í jákvæðri sálfræði, MA í náms- og starfsráðgjöf og B.Ed. í grunnskólafræðum með áherslu á íþróttir og heilsu. Þá er hún viðurkenndur núvitundarkennari frá Breathworks samtökunum í Bretlandi og með kennaraþjálfun í núvitund frá Bangor University í Wales og hefur skrifað námsefni í núvitund fyrir börn og unglinga auk þess sem hún hefur stýrt innleiðingu og þróun kennslu í núvitund og jákvæðri menntun í Flensborgarskólanum.Bók hennar, Núvitund í dagsins önn, er aðgengileg á Storytel og aftast í henni er æfingasafn. Hún er einnig með heimasíðuna núvitundarsetur.is sem er með talsvert af núvitundaræfingum.Með henni voru þær Elsa Borg, Kristín Björg Viggósdóttir og Perla Hafþórsdóttir. „…sá sem ætlar að sýna öðrum samkennd þarf alltaf að byrja á því að þjálfa sig í að sýna sjálfum sér samkennd.“
68. Að upplifa lífið sitt á meðan það er að gerast