Í dag höggvum við á hnútinn og ljúkum loks umfjöllun okkar um hina frábæru bók dr. Monu Delahooke Beyond Behaviors. Til þess að gefa meira fyrir hlustendur að melta og sofna ekki endanlega yfir sefandi rödd Guðrúnar Ingu ákváðum við að klippa inn bestu augnablik úr fjarbókaklúbbi Virðingar í uppeldi. Þátttakendur sem hljóma í þættinum eru þær Anna Mjöll Guðmundsdóttir , Ágústa Margrét Arnardóttir, Halldóra Mark, Kristín Björg Viggósdóttir, Laufey Ósk, Margrét Thelma Líndal og Perla Hafþórsdóttir. 5:40 Um sögu barnsins og hvaða hegðun það er að sýna.14:45 Um skynfærin og notkun þeirra til að róa líkama sinn.29:15 Um hegðun barna með einhverfu og taugafjölbreytileika 41:00 Að styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum 1:02:00 Framtíðarsýnin