Þau Árni Kristjánsson og Harpa Fönn Sigurjónsdóttir fara hér yfir barnæskur sínar með Guðrúnu Ingu og setja í samhengi við hvernig þau mættu til leiks sem foreldrar. Þau ræða um mikilvægi ömmu og afa og tengslamyndunar þeirra við börnin og einnig hvernig við getum reynt að fá þau til liðs við okkur í að gera hlutina af virðingu. Þau ræða áfall sem þau urðu fyrir skömmu eftir að hafa orðið foreldrar og úrvinnslu þess. Það kom þeim alvarlega af stað í að endurhugsa og skoða allt umhverfi fjölskyldunnar og hvernig þau vildu haga lífi sínu sem uppalendur og hjón og í starfi sínu sem listamenn og alls konar. Ekki síður hefur það haft áhrif á Árna sem og Hörpu að taka þátt í starfi Fyrstu fimm hagsmunafélags og þau leyfa sér að tala opinskátt um hvað það er sem virkilega má skipta máli þegar kemur að samfélagsgerðinni og umgjörð okkar um börnin. Í stuttu máli:Magnað spjall við heiðursfólk um allt sem snýr að umgjörð fjölskyldunnar – mælum virkilega með að halla sér aftur og njóta þess að hlusta.
65. Meistaraspjall um virðingarríkt uppeldi með Árna og Hörpu