Virðing í uppeldi

Virðing í uppeldi

María Rún Bjarnadóttir er doktor í lögfræði og móðir og hefur haft stefnumarkandi áhrif á hvernig tekið er á stafrænum kynferðisbrotamálum hér á landi hin síðustu ár. Hún þekkir málaflokkinn sömuleiðis vel vegna núverandi starfa sinna hjá ríkislögreglustjóra sem verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra.Þær Guðrún Inga Torfadóttir nutu þess afskaplega vel að leyfa umræðunni að fara út um allar trissur og bera saman bækur sínar hvað viðkemur stafrænu uppeldi barna, fræðslu til þeirra og eftirlit með þeim, fyrirmyndir og mörk. Þær ræddu m.a. um hvernig er hægt að styðja við örugga netnotkun barns og hvenær rétti aldurinn er til að gefa barni snjalltæki, leiðir til að barnið njóti stuðnings og tengsla við foreldri sitt lengi framan af en sé á sama tíma leyft að njóta frelsis og réttinda sinna samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.Mögulega er kjarni spjallsins alls að setja okkur vel inn í stafrænan veruleika barna - sem hefur runnið saman við hinn efnislega heim þeirra - með því að kynna okkur hin mismunandi öpp og leiki og taka virkan þátt á þessu sviði með barninu eftir að við höfum seinkað stafrænu ferðalagi þeirra sem mest við megum og gefið þeim ítarlega fræðslu. Á sama tíma beri okkur að forðast að hafa með höndum sérstakt eftirlit til dæmis um hvar barn er statt hverju sinni heldur treysta því - og þeim mun meira eftir hækkandi aldri þeirra. Minnst var á:̶ Soniu Livingstone, prófessor við London School of Economics sem hefur haft með höndum rannsóknir á m.a. hvernig er að alast upp sem barn á stafrænni öld.̶ Bókin Delete eftir Viktor Mayer-Schönberger.̶ Bókin Hold On To Your Kids eftir dr. Gabor Maté og dr. Gordon Neufeld.̶ RIE-uppeldisstefnu Mögdu Gerber og dr. Emmi Pikler.̶ Robin Einzig og Visible Child.̶ „Farsældarlögin“, lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, nr. 86/2021.Að lokum hvetjum við ykkur til að heimsækja vefsíðurnar 112.is/netoryggi og 112.is/ofbeldi/oryggi-i-netsamskiptum-barna

74. María Rún um stafrænt uppeldiHlustað

27. júl 2022