Í þættinum fékk Árni Kristjánsson til sín Unu Emilsdóttur, sérnámslækni í umhverfislæknisfræði, til að ræða um heilsuspillandi efni í nærumhverfi okkar og hvernig aukin þekking á skaðsemi þessara efna getur aukið sjálfstraust í foreldrahlutverkinu og stuðlað að virðingu í uppeldi. Una er brautryðjandi hér á landi í vitundarvakningu um áhrif efnanotkunar á heilsu okkar. Hún er jafnframt tveggja barna móðir ungra barna.Börn, sérstaklega á meðgöngu og hin fyrstu árin, eru með vanþróaðra hreinsikerfi en við fullorðna fólkið. Nýru og lifur eru ekki eins öflug hreinsunarlíffæri fyrstu árin mælast því ákveðin eiturefni í blóði barna oft mun hærra en hjá fullorðnu fólki - sem þó hefur farið í gegnum lífsskeiðið syndandi í alls kyns efnasúpum. Börn eru líka á meðan þau eru skríðandi, gjörn á að taka þar með sér ryk - en eiturefni eru einmitt mjög gjörn á að loða við ryk. Þá er fylgjan ekki eins mikill skjöldur og við upphaflega héldum. Eins er hormónakerfið og ónæmiskerfið enn ekki fyllilega þróað á þessum viðkvæmu fyrstu árum. Börn eru að mynda mikilvægar taugabrautir á þessum tíma, styrkja einar og tengja saman hinar, osfrv. En áhrif umhverfis koma ekki nauðsynlega fram fyrr en jafnvel löngu seinna á lífsskeiði barna, og því erfitt fyrir foreldra að tengja þetta beint. Það er ennþá svo margt sem við getum gert og margt sem við getum ráðið við að gera, til að reyna allt hvað við getum til að vernda meðgönguna og þess vegna er þetta umræðuefni svona mikilvægur þáttur í virðingu í uppeldi.