Ljúffengir þorskhnakkar með beikoni og eplaostasósu

Ljúffengir þorskhnakkar með beikoni og epla-ostasósu sem eiga við á …
Ljúffengir þorskhnakkar með beikoni og epla-ostasósu sem eiga við á mánudagskvöldi. Ljósmynd/Gott í matinn

Mánudagar eru vinsælir þegar fisk á að snæða og það er ávallt gaman að fá nýjar og ferskar hugmyndir af girnilegum fiskréttum. Þessi uppskrift lítur mjög vel út og inniheldur ekki langan hráefnalista. Ótrúlegt að hvað beikon, ostur og þorskhnakkar passa vel saman. Uppskriftin kemur úr smiðju Ernu Sverrisdóttir matgæðings og birtist á uppskriftavef Gott í matinn.

Þorskhnakkar með beikoni og eplaostasósu

Fyrir 4

  • 600 þorskhnakkar
  • 12 stk. beikonsneiðar
  • 1 msk. ólífuolía
  • sjávarsalt og svartur pipar, eftir smekk
  • 2 1/2 dl eplasafi
  • 1 dl mascarponeostur eða rjómi
  • ferskt timjan, eftir smekk

Aðferð:

  1. Skerið þorskhnakkann í 4 eða 8 bita.
  2. Stærð bitanna fer eftir smekk og eldunartíma.
  3. Saltið örlítið.
  4. Vefjið beikonsneiðunum utan um bitana.
  5. Hitið olíu á pönnu og steikið fiskinn á öllum hliðum og piprið.
  6. Það á ekki að steikja fiskinn í gegn - bara þar til beikonið hefur aðeins brúnast.
  7. Færið fiskinn upp á eldfast fat.
  8. Setjið eplasafa og mascarponeost eða rjóma á sömu pönnu, látið suðuna koma upp, saltið og piprið og smakkið til með timjan.
  9. Hellið í eldfasta fatið.
  10. Setjið í 240° heitan ofn og eldið áfram í um 12 mínútur eða þar til fiskurinn er fulleldaður.
  11. Berið fram með soðnum grjónum eða kartöflum og fersku salati að eigin vali.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka