„Okkur finnst vímuefnaneysla hjá yngri unglingum hafa verið að aukast,“ segir Rúna Ágústsdóttir, ráðgjafi hjá Foreldrahúsi. Rúna býr yfir mikilli þekkingu og reynslu af því að vinna með ungmennum og fjölskyldum í vanda og hefur í rúma fjóra áratugi starfað sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi. Í þætti dagsins ræðir hún um vímuefnaneyslu barna og ungmenna, muninn á fikti og raunverulegri neyslu og hvaða úrræði eru í boði hjá Foreldrahúsi, bæði fyrir börnin sjálf og fjölskyldur þeirra.