Átakið Á allra vörum stendur nú fyrir sinni tíundu landssöfnun og í ár er kastljósinu beint að byggingu nýs Kvennaathvarfs. Í þætti dagsins ræða þær Guðný Pálsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir um átakið í ár en þær hafa staðið á bak við átakið ásamt Gróu Ásgeirsdóttur frá árinu 2008. Auk þeirra Guðnýjar og Elísabetar er Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, einnig til viðtals og lýsir hlutverki og starfsemi athvarfsins og algengu birtingarmynstri ofbeldis í nánum samböndum.