Best að búast við atkvæðagreiðslu sem fyrst

Hjörtur J. Guðmundsson segir best fyrir menn að búast við þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið fyrr frekar en seinna. Orðalagið í stjórnarsáttmálanum opni á atkvæðagreiðslu fyrir árið 2027. Hjörtur er nýjasti gestur Dagmála og þar er farið um víðan völl í tengslum við Evrópumálin. Hann segir ekki ólíklegt að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra eða innanbúðarmaður í ráðuneytinu beri ábyrgð á því að RÚV hafi komist á snoðir um gamalt vinnuskjal í utanríkisráðuneytinu frá því að Guðlaugur Þór Þórðarson var utanríkisráðherra.