Hagfræðingurinn og fjölmiðlakonan Sæunn Gísladóttir er þýðandi bókarinnar Ósýnilegar konur eftir Caroline Criado Perez sem hefur heldur betur vakið athygli víða um heim síðan hún kom út árið 2019. Þar bendir höfundur á sláandi rætur kynjamismunar og hvernig karlkynið er álitið sjálfgefið í stórum hluta gagna og hvernig konur gjalda þessari hlutdrægni dýrum dómi með heilsu sinni, tíma sínum og peningum. Sæunn var gestur Rósu Margrétar í Dagmálum.