Þrýst á fátækar mæður að afsala sér börnum

Viðar Eggertsson leikstjóri og Árni H. Kristjánsson sagnfræðingur hafa báðir unnið hörðum höndum að því að vekja athygli á þeirri óhugnanlegu starfsemi sem fór fram á vöggustofum í Reykjavíkurborg á síðustu öld. Í þættinum ræða þeir við Hólmfríði Maríu um hvað átti sér stað á þessum vöggustofum og rannsóknina á þeim sem Reykjavíkurborg er nú að undirbúa.