Þroskaþjálfinn og einhverfuráðgjafinn Laufey Gunnarsdóttir hefur áralanga reynslu af því að vinna með einhverfum og hefur sérhæft sig í einhverfu stúlkna og fullorðinna kvenna sem oft greinast síðar eða síður en drengir. Hún vekur athygli á mikilvægi þess að þekkja einhverfueinkenni stúlkna, sem oft eru minna áberandi en einkenni drengja, enda getur það haft mjög miklar afleiðingar fyrir einhverfa einstaklinga að fara í gegnum lífið án þess að vita hvers vegna þeir eru eins og þeir eru. Laufey er gestur Rósu Margrétar Tryggvadóttur í Dagmálum.