Niðurtalningin er hafin

Nú eru innan við tveir sólarhringar í að kjörstaðir opni og fólk fær tækifæri til að velja fólk í sveitarstjórnir um land allt. Dagmál Morgunblaðsins hafa gert víðreist um landið og tekið púlsinn á pólitíkusum og kjósendum, allt frá Patreksfirði til Eskifjarðar og frá Húsavík til Vestmannaeyja. Andrés Magnússon, Karítas Ríkharðsdóttir og Stefán Einar Stefánsson, gera upp ferðalagið og ræða um það sem hæst bar á ferð þeirra um landið. Einnig ræða þau horfurnar í þeim sveitarfélögum þar sem spennan er hvað mest fyrir úrslitum laugardagsins. Hver verður næsti borgarstjóri, er Sjálfstæðisflokkurinn líklegur til að halda meirihluta í Hafnarfirði og hver er staða Írisar Róbertsdóttur í hjaðningavígum í Eyjum. Svörin fást í þessum þætti.