Viðreisn heldur öllum möguleikum opnum

Pawel Bartoszek, sem hlaut kosningu sem varaborgarfulltrúi fyrir Viðreisn næsta kjörtimabilið segir Viðreisn ekki útiloka samstarf til hægri þótt flokkurinn hafi ákveðið að vera í samfloti með Samfylkingu og Pírötum í meirihlutaviðræðum. Katrín Atladóttir, fráfarandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur ósennilegt að Framsóknarflokkurinn muni njóta góðs af samstarfi við hinn fallna meirihluta.