Ekki einhugur um Einar Þorsteinsson

Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna segir Hildi Björnsdóttur geta gert tilkall til stóls borgarstjóra. Formaður Sambands ungra framsóknarmanna telur eðlilegast að Einar Þorsteinsson taki við embættinu en forseti Ungra jafnaðarmanna eygir enn von um að flokkurinn geti haldið í áhrif sín í borginni.