Það er ekki til neitt „norm“

Sara Rós Kristinsdóttir uppgötvaði á fullorðinsárum að hún væri einhverf og með ADHD en hún á tvo drengi með sömu greiningu. Hún hefur ástríðu fyrir því að fræða fólk um einhverfu, ADHD og fjölbreytni mannflórunnar og gerir það meðal annars í gegnum samfélagsmiðla og fyrirtæki sitt Lífsstefnu. Sara Rós ræddi um upplifun sína á að vera skynsegin kona í Dagmálum þar sem hún var gestur Rósu Margrétar.