Heilsukvíði er viðvarandi mynstur

Gunnlaugur Pétursson, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni, segir heilsukvíða vera algengan vanda hér á landi og hafi jafnvel stigmagnast í kjölfar heimsfaraldurs. Þá hafi nútíma tækni einnig haft áhrif á heilsukvíða einstaklinga síðustu ár.