Inga Kristjánsdóttir, næringarþerapisti, hefur yfir tveggja áratugalanga reynslu af næringu og heilbrigðum lífsstíl. Inga er gestur Berglindar Guðmundsdóttur í Dagmálum en þar ræða þær ýmsar heilsubætandi aðferðir sem einkennast oftar en ekki að breyttu hugarfari. Inga hefur aðstoðað marga við að koma matarvenjum í góðan farveg en brýnast sé að koma blóðsykrinum í jafnvægi. Það sé lykillinn að bættri heilsu, bæði líkamlegri og andlegri.