Bið eftir ADHD-greiningu dauðans alvara

Vilhjálmur Hjálmarsson og Hrannar Björn Arnarsson, formaður og framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, telja tíðni á ADHD-greiningum og lyfjameðferð munu koma til með að hækka á komandi árum. Slíkt sé góðs viti, þar sem rannsóknir bendi til þess að á meðan beðið sé eftir greiningu ýtist einstaklingar, sér í lagi börn lengra út á jaðarinn.