Peningar, pólitík og íþróttaveisla - 2024

Um leið og Dagmál óska landsmönnum gleðilegs nýs árs bjóðum við upp á þrútinn þrískiptan þátt þar sem sérfræðingar fara yfir horfur nýja ársins. Við byrjum á peningunum eða efnahagsástandinu sem hefur reynst mörgum erfitt. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka horfir til næsta árs í fyrsta hluta þáttarins og hann telur horfur góðar. Þar mun niðurstaða kjaraviðræðna ráða miklu. Takist vel til þar spáir hann ríflegri lækkun verðbólgu, verðbólguvæntinga og í kjölfarið vaxtalækkunum sem svo margir þrá. Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans fer yfir það hvað getur mögulega haldið núverandi ríkisstjórn saman en býst við kosningum á árinu. Hann segir stemninguna horfna úr stjórnarráðinu. Fleiri spurningar eru bornar fram. Tekur nýr formaður við Sjálfstæðisflokknum á árinu? Mun Einar Þorsteinsson spjara sig sem nýr borgarstjóri í Reykjavík? Fer Dagur B. Eggertsson í landsmálin við fyrsta tækifæri? Í þriðja hluta þáttarins mætir Bjarni Helgason íþróttasérfræðingur og fer yfir þetta mikla íþróttaár sem framundan er. Boltalandsliðin okkar, bæði karla og kvenna verða í sviðsljósinu nær allt árið. Ólympíuleikar eru framundan og allt byrjar þetta eftir nokkra daga þegar nýr þjálfari leiðir strákana okkar til leiks á stóra sviðinu í handknattleik í Þýskalandi.