Allir upplifað missi í stríðinu

Karl Garðarsson er nýkominn frá stríðshrjáðri Úkraínu þar sem hann og fjölskylda héldu jól og áramót. Hann var í Kiev á nýársdag þegar Rússar gerðu mestu loftárás stríðsins á borgina og nærliggjandi þéttbýliskjarna. Kona Karls fór strax í loftvarnarbyrgi þegar loftvarnarflauturnur fóru að væla um alla borg. Karl ætlaði að sofa aðeins lengur í íbúðinni en vaknaði um nóttina við að fjölbýlishúsið nötraði undan sprengjuregninu. "Ég var hræddur og hljóp niður í kjallara þar sem byrgið er og þar voru fyrir á annað hundrað manns." Í þætti dagsins ræðir Karl Úkraínustríðið í sinni víðustu mynd. Hann lýsir áhyggjum og hræðslu unga fólksins þar sem herkvaðning er yfirvofandi. Umræðuefni er alltaf stríðið. Hvar sem fólk kemur saman. Hann segir allar fjölskyldur hafa upplifað missi í stríðinu. Í litlu þorpi þar sem ættingjar eiginkonu Karls búa er reglulega komið með lík ungra manna sem hafa fallið á vígvellinum. Hertrukkalest ekur þá rólega í gegnum bæinn. Íbúar safnast saman við aðalveginn og kasta greinum í slóð bílanna til að votta hinum látna virðingu sína. Á sama tíma og stríðið er fyrsta drónastríð sem háð hefur verið í heiminum og fullkomnasta tölvutækni er nýtt til árása og um leið af hópum hakkara er líka barist í skotgröfum sem eru drullusvað. Karl Garðarson er hér í áhrifaríku viðtali um ástandið í Úkraínu og um stríðið sem fjölmiðlar hafa sífellt minni áhuga á.