Jakob F. Ásgeirsson bókaútgefandi hefur í tvo áratugi gefið út bækur undir nafni Uglu útgáfu. Þrátt fyrir að afkoma bókaútgáfunnar geti verið ansi sveiflukennd segir Jakob margt gefa útgáfu bóka gildi. Helst byggist afkoman á jólabókaflóðinu hverju sinni en jólabókaflóðið segir hann einmitt vera það fyrirbæri sem helst geri Ísland að bókaþjóð. Hlutfallslega lesi íslenska þjóðin þó ekki mikið samanborið við aðrar þjóðir.