Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Emil Hallfreðsson lagði skóna á hilluna á síðasta ári en hann vinnur nú hörðum höndum að því að verða umboðsmaður og ætlar sér að aðstoða unga leikmenn að stíga sín fyrstu skref á ferlinum. Emil ræddi við Bjarna Helgason um æskuárin í Hafnarfirði, leikmanna- og landsliðsferilinn og lífið eftir fótboltann.