Besta deild karla í knattspyrnu hefst á laugardaginn kemur, 6. apríl, þegar Íslands- og bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík taka á móti Stjörnunni á Víkingsvelli. Aron Elvar Finnsson, íþróttablaðamaður á Morgunblaðinu, Viðar Guðjónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, og Víðir Sigurðsson, fréttastjóri íþrótta hjá Morgunblaðinu, fóru yfir spá íþróttadeildar mbl.is og Morgunblaðsins og veltu fyrir sér möguleikum liðanna tólf sem leika í Bestu deildinni í ár.