„Mér finnst mjög gaman að skera upp“

Þórdísi Kjartansdóttur lýtalækni leið eins og hún væri komin heim þegar hún kom inn á skurðstofu í fyrsta skipti. Mikil aukning er á svuntuaðgerðum eftir að fólk fór í auknum mæli að fara í hjáveituaðgerðir og á megrunarlyf. Hún notar sína eigin aðferð þegar hún gerir svuntur sem hún hefur kynnt á læknaþingum erlendis.